Um Heiðdísi
Heiðdís Helgadóttir er fædd árið 1984 og lauk BA-prófi í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Frá þeim tíma hefur Heiðdís rekið vinnustofu og verslun undir eigin nafni í Hafnarfirði. Þá hafa verkin hennar verið til sölu í helstu hönnunarverslunum á Íslandi.
Verkin koma í takmörkuðu upplagi, 25, 50 eða 250 talsins, og eru þá árituð, dagsett og númeruð. Ef verkin seljast upp kemur ekki annað upplag. Verkin eru prentuð á þykkan, náttúrulegan pappír.
Heiðdís hefur tekið að sér ýmis hönnunarverkefni. Ekki hika við að hafa samband með almennar fyrispurnir, samstarf eða heildsölu.
Heiddis Illustrations slf.
kt. 680214-0850
Norðurbakka 1, Hafnarfirði
VSK nr. 116181
heiddis@heiddis.com