Skilmálar

Þessir skilmálar gilda um sölu á vörum frá seljanda, Heiddis Illustrations slf., til kaupanda. Skilmálarnir eru staðfestir með staðfestingu á kaupum og greiðslu fyrir viðskiptin. 

Heiddis Illustrations slf. - www.heiddis.com

Almennt
Heiddis Illustrations slf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Sérpantanir
Allar fyrirspurnir skal senda á heiddis@heiddis.com  Sérpöntunum er ekki hægt að skila. 

Greiðslur
Bjóðum upp á þrenns konar greiðslumöguleika, millifærslu, debetkort eða kreditkort. 

Ef þú velur að millifæra færðu sendan tölvupóst með upplýsingum um reikningsnúmer og kennitölu fyrirtækisins. Pöntun er samþykkt um leið og millifærslan hefur gengið í gegn. Ef ekki er greitt innan 3ja daga telst pöntunin ógild.

Þú getur einnig greitt fyrir vöruna í vefversluninni með kreditkorti í gegnum örugga greiðslusíðu Kortaþjónustunnar (www.korta.is) sem hefur hlotið PCI DSS öryggisvottun (Payment Card Industry Data Security Standard)

Afhending vöru
Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun Heiddis Illustrations slf. hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Heiddis Illustrations slf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Heiddis Illustrations slf. til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Sendingarkostnaður
Sendum óinnrömmuð verk innanlands. Sendingarkostnaður miðast við verðskrá Íslandspósts.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Vinsamlegast hafið samband við Heiddis Illlustrations slf. með spurningar.

Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. 

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK. 

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. 

Síðast uppfært 14.02.2019.