FAQ

Hér að neðan má finna svör við algengum spurningum.

 

- Hvað tekur langan tíma að útbúa nafnamynd?

Við gefum okkur 2-4 virka daga.  Þegar fólk er í tímaþröng er ekkert mál að hafa samband við okkur símleiðis til þess að athuga hvort hægt sé að afgreiða þær samdægurs. Það gerum við með glöðu geði ef tími gefst til.

- Seljið þið ramma?

Við erum með ramma sem passa utan um nafnamyndirnar. Hægt er að skoða úrvalið hér á síðunni. Hins vegar sendum við rammana ekki í pósti þar sem þeir eru með gleri og erfitt að ábyrgjast það að þeir komist heilir til skila.

- Er hægt að fá gjafabréf fyrir nafnamynd?

Já að sjálfsögðu. Gjafabréfin eru rafræn á heimsíðunni okkar. Viðkomandi fær kóða í tölvupósti sem notaður er til þess að greiða fyrir myndina þegar pantað er.

- Ég er að reyna að nota kóðann en ég þarf að greiða á milli?

Í einstaka tilfellum hafa kúnnar keypt gjafabréf fyrir einhverju síðan þegar verðið var lægra þar sem nafnamyndirnar hafa verið vinsælasta varan okkar síðan 2017 hefur verðið breyst örlítið. Gjafabréfið virkar þannig að það er í raun og veru inneign með ákveðinni upphæð. Í þannig tilfellum þá veljið þið að greiða með gjafabréfi og að millifæra fyrir rest, sleppið svo millifærslunni. Við sjáum það í kerfinu hjá okkur og útbúum myndina fyrir ykkur.



Ef þú finnur ekki svarið við spurningunni þinni hér, getur þú haft samband við okkur i gengum tölvupóstinn: heiddis@heiddis.com