SU_18  [50 x 60cm]
SU_18  [50 x 60cm]
SU_18  [50 x 60cm]

SU_18 [50 x 60cm]

Almennt verð 105.000 kr.

Heiðdís Helgadóttir
Án titils, Styttir upp, 2024
akrýl og olíupastel á striga
50 x 60  cm

Málverkið selst án ramma.

Á sýningunni STYTTIR UPP ber að líta olíumálverk sem
Heiðdís hefur unnið að síðastliðin fjögur ár. Þetta er
hennar fyrsta sýning.
Sorg, vonbrigði og tilfallandi geðsveiflur eru hluti af
eðlilegri líðan mannsins. Dapurleikinn varir ýmist stutt eða
lengi, stundum of lengi. Hegðun hugans voru Heiðdísi
hugleikin við vinnslu verkanna og hvernig hann á það til
að koma aftan að manni með látum þegar maður á síst
von á því. Birtan og blæbrigðin í verkunum er áminning
um það að vonir glæðast, vorsólin ylur vetrarhríð og
blómin birtast á ný, um leið og það styttir upp.
Heiðdís Helgadóttir (f. 1984) nam listfræði í HÍ áður en
hún útskrifaðist með BA gráðu í arkitektúr frá Listaháskóla
Íslands. Hún vinnur aðallega með teikningar gerðar
með bleki og vatnslitum sem hún selur í eftirprentum.
Heiðdís hefur rekið vinnustofu sína og verslun ásamt
Listasmáskólanum sem hún stofnaði til þess að kenna
ungmennum myndlist yfir sumartímann í Hafnarfirði.

 


Deila þessari vöru


Tengdar vörur