Hið árlega dagatal er afar vandað þetta árið þar sem hver og ein mynd hefur verið vatnslituð og teiknuð af ást og alúð. Innblástur dagatalsins að þessu sinni var garður Heiðdísar sem dóttir hennar reif upp með rótum í byrjun sumars.
Dagatalið eru 140 x140 mm spjöld, prentuð á 320 gr offwhite Munken Polar pappír og kemur með svörtum stálstandi í fallegri gjafaöskju.