Copy of MYNDLIST / TEIKNING / SKÖPUN H.03 - 6.-7. bekkur haust 2020 miðvikudaga 14:30-16:00

Copy of MYNDLIST / TEIKNING / SKÖPUN H.03 - 6.-7. bekkur haust 2020 miðvikudaga 14:30-16:00

Almennt verð 32.500 kr.
MYNDLIST/TEIKNING/SKÖPUN

Haustönn 2020

Kennsla hefst 22. september
Kennt í 8 vikur 
Kennari - Heiðdís Helgadóttir teiknari/hönnuður
Aðstoðarkennari - Aþena Arna
Staðsetning - Norðurbakki 1 Hafnarfirði
Miðvikudaga -  16:00-17:30

 

Markmið námskeiðsins er fyrst og fremst að skapa saman og hafa gaman! Námskeiðið byggist upp á ákveðnum fastmótuðum verkefnum sem lögð eru fyrir nemendur. Verkefnin taka hins vegar ávallt mið af nemendunum og samsetningu hvers námskeiðshóp fyrir sig – enda er það trú okkar og reynsla að nemendur blómstri mest þegar þeir fá svigrúm til að vinna að því sem þeir hafa ástríðu fyrir og veitir þeim útrás fyrir sköpunargleðina.

 

,,Fjölbreytt námskeið í alla staði. Frábær aðstaða og jákvæðir og skemmtilegir kennarar. 5 stjörnur. Mundi pottþétt skrá son minn á vetrarnámskeið ef það væri í boði.”
,,Dóttir mín var alsæl með námskeiðið. Hún var alltaf glöð að fara og enn glaðari þegar ég sótti hana. Hún var mjög stolt þegar hún sýndi okku öll listaverkin að námskeiði loknu og fór strax í að mála fleiri myndir heima. Takk kærlega fyrir frábært námskeið <3”
,,Mínu barni leið ofsalega vel hjá ykkur, kom alltaf kátur heim og var spenntur að mæta. Var uppfullur af sköpunarorku og nýjum hugmyndum eftir hvern dag” ,,Takk fyrir stúlkuna mína. Hún hafði mjög gaman af námskeiðinu og var svo stolt að sýna myndirnar sínar. Heiðdís er auðvitað einstök og stúlkan sem er með henni náði vel til dóttur minnar. Dóttir mín lærði alls konar nýjar kúnstir með sniðugum efnivið og ætlar að breyta kofanum í garðinum í listastúdíó og verða listakona núna eftir síðasta daginn. Við erum alsæl og hún vildi helst fá að vera aðra viku í röð. Takk fyrir okkur.”

Deila þessari vöru


Tengdar vörur